Leiðbeiningar á þæfingu

Vörunr. 2596a182c2c2

kr.

Fritidsgarn Tove Peer Gynt henta vel til þæfingar

Þvoið það sem á að þæfa í þvottavél við 40 – 60° á hraðkerfi með venjulegu þvottaefni. Yfirleitt er reiknað með því að flíkurnar hlaupi um u.þ.b. 20 % við þæfingu við 40° . Það er erfitt að gefa upp nákvæma stærð á flíkum eftir þæfingu því þvottavélar eru mismunandi og þæfingin getur því orðið mismikil. Við mælum með því að byrja á 40° í upphafi og þvo flíkina frekar aftur ef hún á að hlaupa meira og þá e.t.v. á hærra hitastigi.
Þæfingin verður meiri ef fleiri stykki eru höfð með í þvottavélinni. Ef þæfa á lítið stykki er gott að þvo eitthvað með, t.d. gallabuxur. Gott er að gera prufu fyrst og þæfa hana við lágt hitastig sérstaklega ef prjóna á peysu.
Vegna þess hve þvottavélar og þvottakerfi eru mismunandi getur Tinna ekki borið ábyrgð á útkomu þegar búið er að þæfa. Eftir að stykkið hefur verið þvegið er mikilvægt að taka það strax úr þvottavélinni, strekkja það, móta  og  leggja til   þerris.  Ef ykkur sýnist það vera of stórt má þvo það aftur e.t.v. á hærra hitastigi. Ef stykkið aftur á móti er of lítið má strekkja það og teygja og móta í rétta stærð á meðan það er ennþá rakt. Hægt er að þvo stykkið með smávegis af hárnæringu, það gerir stykkið teygjanlegra. Því lausara sem garnið er í sér og því lausara sem er prjónað er því meiri verður þæfingin. Garðaprjón þófnar meira en slétt prjón. Ull sem á að þæfa má ekki vera búið að meðhöndla þannig að það megi þvo hana í þvottavél. Ekki er mælt með að þæfa bleikta ull.
Þvoið síðan í höndum eða á ullarprógrammi.

3 gestir að skoða þessa vöru núna.