Barnateppi úr Smart eða Merinoull frá Sandnesgarn
Frí heimsendingaþjónusta ef verslað er fyrir kr.10.000 eða meira.
Tengdar vörur
Einföld og falleg silk mohair peysa
Eva jakkapeysa með hjartamunstri
Síð perluprjónsjakkapeysa úr Silk mohair
SONJA kaðlapeysa úr De dødes tjern
Regnbogapeysa
Perluteppi
Peysa og húfa
úr Smart
Peysa
Stærðir:
(2) 4 (6) 8 (10) 12 ára
Mál á peysu:
Yfirvídd: (64) 68 (72) 76 (80) 84 sm. Sídd: (40) 44 (48) 50 (52) 54 sm. Ermalengd: (25) 29 (32) 36 (39) 40 sm.
Garn: Smart (100% ull). Einnig má nota Sandnes alpakka eða Mandarin classic.
Grátt nr. 1032: (6) 7 (8) 9 (10) 11 dokkur.
Prjónar:
Hringprjónar og sokkaprjónar nr. 4. Stuttur hringprjónn nr. 3,5.
Fylgihlutir:
Prjónanælur.
Prjónfesta:
20 lykkjur í sléttu prjóni á prjóna nr. 4 = 10 sm.
Bolur:
Fitjið upp (140) 148 (156) 168 (176) 184 lykkjur á hringprjón nr. 4 og prjónið stroff (2 sl., 2 br.) í hring (4) 4 (4) 5 (5) 5 sm. Prjónið slétt og takið úr á fyrstu umferðinni með jöfnu millibili = (128) 136 (144) 152 (160) 168 lykkjur á prjóninum. Setjið merki í hvora hlið með (64) 68 (72) 76 (80) 84 lykkjur á hvorum helmingi. Prjónið þar til bolurinn mælist (8) 9 (10) 12 (13) 13 sm. Setjið merki sitthvorum megin við (36) 36 (36) 48 (48) 48 lykkjur á miðju framstykki (= kaðlamunstur) og aukið þannig út:
Prjónið að fyrra merkinu: Prjónið *3 br., 2 sl., aukið út 1lykkju, 2 br. aukið út 1 lykkju, 2 sl., 3 br.*. En- durtakið frá * til * að hinu merkinu. Nú eru (42) 42 (42) 56 (56) 56 lykkjur á milli merkjanna. Prjónið munstur eftir teikningunni yfir (42) 42 (42) 56 (56) 56 lykkjur á miðju framstykki og slétt yfir aðrar lykkjur. Prjónið þar til bolurinn mælist (27) 30 (33) 34 (35) 36 sm. Skiptið bolnum í hliðum og prjónið hvort stykki fyrir sig.
Bakstykki:
= (64) 68 (72) 76 (80) 84 lykkjur. Prjónið þar til 1 sm. vantar upp á fulla sídd. Setjið (30) 32 (32) 34 (36) 36 lykkjur í miðjunni á prjónanælur og prjónið hvora hlið fyrir sig. Fellið af við hálsmálið 1 lykkju. Prjónið þar til bakstykkið hefur náð fullri sídd. Setjið þær (16) 17 (19) 20 (21) 23 lykkjur sem eftir eru á prjónanælu. Prjónið hina hliðina á sama hátt en gagnstætt.
Framstykki:
= (70) 74 (78) 84 (88) 92 lykkjur. Haldið áfram með munstur þar til bolurinn mælist (33) 37 (41) 42 (44)
46 sm. Takið úr yfir munstrinu frá réttunni þannig (fallegast er að taka úr í 9. umferð munstursins): Prjónið að fyrra merkinu, prjónið *3 br., 2 sl., 2 br. saman, 2 br. saman, 2 sl., 3 br.*. Endurtakið frá * til * að hinu merkinu. Prjónið út umferðina = (64) 68 (72) 76 (80) 84 lykkjur á prjóninum. Prjónið til baka eins og lykkjurnar liggja. Prjónið slétt þar til (4) 4 (4) 5 (5) 5 sm. vantar uppá fulla sídd. Setjið (12) 12 (14) 14 (16) 16 lykkjur í miðjunni á prjónanælur og prjónið hvora hlið fyrir sig. Fellið af í byrjun prjóns við hálsmálið (4,3,2,1) 4,3,3,1 (4,3,2,1,) 4,3,3,1 (4,3,3,1) 4,3,3,1 lykkju = (16) 17 (19) 20 (21) 23 lykkjur eftir á öxl. Prjónið þar til framstykkið hefur náð fullri sídd. Setjið lykkjurnar af öxlum á prjónanælur. Prjónið hina hliðina á sama hátt en gagnstætt.
Ermar:
Fitjið upp (44) 44 (48) 48 (52) 52 lykkjur á sokkaprjóna nr. 4 og prjónið stroff eins og á bol. Prjónið slétt eftir að strof nu lýkur þar til ermin mælist (7) 7 (7) 8 (8) 8 sm. Setjið merki í fyrstu lykkjuna á umferðinni = merkilykkja. Aukið út 1 lykkju sitt hvorum megin við merkilykkjuna þegar ermin mælist 3 sm. frá strof og síðan með (3) 3 (3) 3 (3) 21⁄2 sm. millibili þar til (54) 58 (62) 66 (70) 74 lykkjur eru á prjóninum. Prjónið þar til ermin hefur náð fullri lengd. Fellið af.
Frágangur:
Prjónið axlir saman. Saumið ermar í handveg.
Kragi:
Prjónið upp (88) 96 (96) 100 (108) 108 lykkjur í kringum hálsmálið (takið lykkjurnar af prjónanælunum með) á prjóna nr. 3,5. Prjónið stroff 2 sl., 2 br. í hring (10) 10 (12) 12 (14) 14 sm. Fellið laust af með sl. og br. lykkjum.
Húfa
Stærðir:
(2-4) 6-8 (10-12) ára.
Prjónar:
Hringprjónn nr. 3,5. Sokkaprjónar nr. 3,5.
Garn: Smart
Grátt nr. 1032: 2 dokkur allar stærðir.
Fitjið upp (100) 108 (116) lykkjur á hringprjón nr. 3,5 og prjónið (4) 4 (5) sm. stroff 2 sl., 2 br. Prjónið sl. þar til húfan mælist (8) 9 (10) sm. Prjónið munstur þannig: Setjið merki fyrir og eftir 12 lykkjur í miðju að framan. Næsta umf: Prjónið að fyrra merkinu, prjónið 3 br., 2 sl., aukið út 1 lykkju, 2 br., aukið út 1 lykkju, 2 sl., 3 br., prjónið sl. út umferðina. Prjónið munstur eftir teikningunni yfir lykkjunar 14 í miðjunni. Prjónið 10. umf. munstursins þannig: 2 br. saman 2 sinnum yfir brugðnu lyk- kjurnar 4 í miðjunni = (100) 108 (116) lykkjur á prjóninum. Prjónið sl. þar til húfan mælist (16) 17 (18) sm. Takið úr þan- nig: *2 sl., 2 sl. saman*. Endurtakið frá * til * út umferðina. Prjónið 2 umf. án úrtöku. Prjónið *1 sl., 2 sl. saman*. Endur- takið frá * til * út umferðina. Prjónið 2 umf. án úrtöku. Prjónið 2 sl. saman út umferðina. Prjónið 1 umf. án úrtöku. Slítið frá. Dragið bandið í gegnum lykkjurnar og herðið vel að.