úr Alpakka
Stærð:
(1-1 1⁄2) 2-3 (4) ára
Mál á peysu:
Yfirvídd: (55) 60 (65) sm
Sídd: (32) 36 (40) sm
Ermaleng mæld undir ermi fyrir miðju: (20) 24 (28) sm
Garn: Alpakka (100 % alpakkaull)
Ljósblár 6211: (3) 3 (4) dokkur
Ljósbrúnn 3031: 1 dokka allar stærðir
Hvítur 1012: 1 dokka allar stærðir
Grænn 9435: 1 dokka allar stærðir
Lillableikur 4634: 1 dokka allar stærðir
Afgangur af rauðu í útsaum
Prjónar/fylgihlutir:
Hringprjónar og sokkaprjónar nr. 3 og 3 1⁄2 (5) 5 (6) tölur
Prjónfesta:
22 lykkjur slétt prjón á prjóna nr. 3 1⁄2 = 10 sm
» Fyrsta og síðasta lykkjan er kantlykkja og er alltaf prjónuð slétt.
Fram- og bakstykki:
Fitjið upp (132) 148 (160) lykkjur á prjóna nr. 3 með hvítu og prjónið 7 prjóna stroff fram og til baka, 1 slétt, 1 brugðin. Fyrsti prjónn er rangan.
Á seinasta prjóni (= röngunni) er lykkjum fækkað niður í (118) 130 (144) jafnt yfir umferð.
Skiptið yfir á prjóna nr. 3 1⁄2 og prjónið áfram slétt prjón með bláu.
Prjónið slétt prjón þangað til peysan mælist (17) 20 (23) sm, skiptið niður fyrir handvegi svona (frá réttunni): Prjónið (25) 28 (31) lykkjur (= hægra framstykki), prjónið (7) 7 (8) lykkjur, setjið lykkjur á hjálparprjón, prjónið (54) 60 (66) lykkjur (= bakstykki), prjónið (7) 7 (8) lykkjur, setjið lykkjur á hjálpar- prjón, prjónið (25) 28 (31) lykkjur (= vinstra framstykki). Leggið peysuna til hliðar og prjónið ermar.
Ermar:
Fitjið upp (40) 44 (44) lykkjur á sokkaprjón nr. 3 með hvítum og prjónið 7 umferðir stroff 1 slétt, 1 brugðin. Í síðustu umferð er lykkjum fækkað niður í (36) 38 (40) jafnt yfir umferð.
Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 3 1⁄2 og prjónið áfram slétt prjón með ljósbláu. Um leið er aukið út um 1 lykkju sitthvoru megin við fyrstu lykkjuna í umferð í 6. hverri umferð, (7) 8 (9) skipti = (50) 54 (58) lykkjur. Prjónið áfram þangað til ermin mælist (20) 24 (28) sm.
Í næstu umferð eru (7) 7 (7) lykkjur undir miðri ermi settar á hjálparnælu = (43) 47 (51) lykkjur á prjóninum.
Leggið nú fyrri ermina til hliðar og prjónið aðra eins.
Laskúrtaka/berustykki:
Setjið ermarnar inn með bolnum á prjóna nr. 3 1⁄2 og látið affeldu lykkjur- nar standast á = (25) 28 (31) lykkjur (vinstar framstykki), (43) 47 (51) lykkjur (vinstri ermi), (54) 60 (66) lykkjur (bakstykki), (43) 47 (51) lykkjur (hægri ermi), (25) 28 (31) lykkjur (hægra framstykki), = (190) 210 (230) lykkjur. Setjið merki í öll samskeyti (þar sem bolur og ermi mætast), og prjónið fram og til baka slétt prjón með bláu, um leið er gerð laskúrtaka frá rétt- unni svona: Prjónið þangað til það eru 3 lykkjur að fyrsta merki, takið 1 lykkju óprjónaða yfir, 1 slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, 2 slétt, 2 slétt saman. Endurtakið úrtökuna við hvert merki = 8 úrtökur.
Takið úr frá réttunni (1) 2 (3) skipti = (182) 194 (206) lykkjur.
Haldið áfram og prjónið munstur eftir munsturteikningu, fyrir innan 1 kantlykkju í hvorri hlið.
Þegar búið er prjóna eftir munsturteikningu eru (92) 98 (104) lykkjur á prjóninum.
Skiptið yfir á prjóna nr. 3 og hvítan lit.
Prjónið 1 prjón slétt, þar sem lykkjum er fækkað niður í (82) 86 (90) jafnt yfir umferð.
Prjónið 7 prjóna stroff, 1 slétt, 1 brugðin. Fellið af.
Frágangur:
Saumið eða prjónið saman lykkjur undir ermi.
Kantur að framan:
Takið upp lykkjur meðfram vinstri framkanti (takið upp lykkju í hverri lykkju, nema hoppið alltaf yfir 4. hverju lykkju) frá réttunni, með prjónum nr. 3 og hvítum lit. Prjónið 7 prjóna stroff 1 slétt, 1 brugðin. (fyrsti og síðasti prjónninn er frá röngunni).
Fellið af.
Setjið merki fyrir alls (5) 5 (6) tölur, efsta og neðsta merki u.þ.b. 3 lykkjum frá kantinum, restin með jöfnu millibili.
Prjónið hægri framkantinn með hnappagötum þar sem merkin eru stað- sett, á 3. prjóni (rangan).
Hnappagöt:
Fellið af 2 lykkjur. Á næsta prjóni eru tjaðar upp 2 lykkjur yfir þær sem felldar voru.
Saumið fræhnúta með rauðu í miðjuna á hverju blómi í munstrinu. Festið tölurnar á.
