Tinna Tinna
  • Heim
  • Fyrirtækið
    • Um Tinnu
    • Opnunartímar
    • Endursöluaðilar
    • Leiðréttingar
    • Prjónaklúbburinn
    • Hafa samband
    • Leiðbeiningar – Þæfing
  • Vörur
    • Garn
    • Prjónar og fylgihlutir
      • Prym
      • Sandnes
      • Knitpro
        • Fylgihlutir
    • Stakar uppskriftir til sölu
    • Gjafabréf
  • Prjónablöð
    • Leiðréttingar
  • Ókeypis uppskriftir
  • Tilboð
Innskrá / Nýskrá
0 items / kr. 0
Menu
Tinna Tinna
0 items / kr. 0
Stækka mynd
Heim Vörur Ókeypis uppskriftir Peysa og húfa
Smekkur
Back to products
Tinna nr. 1 kr. 2.277 kr. 1.290

Peysa og húfa

úr Smart

Peysa

Stærðir:

(2) 4 (6) 8 (10) 12 ára

Mál á peysu:

Yfirvídd: (64) 68 (72) 76 (80) 84 sm. Sídd: (40) 44 (48) 50 (52) 54 sm. Ermalengd: (25) 29 (32) 36 (39) 40 sm.

Garn: Smart (100% ull). Einnig má nota Sandnes alpakka eða Mandarin classic.

Grátt nr. 1032: (6) 7 (8) 9 (10) 11 dokkur.

Prjónar:

Hringprjónar og sokkaprjónar nr. 4. Stuttur hringprjónn nr. 3,5.

Fylgihlutir:

Prjónanælur.

Prjónfesta:

20 lykkjur í sléttu prjóni á prjóna nr. 4 = 10 sm.

Bolur:

Fitjið upp (140) 148 (156) 168 (176) 184 lykkjur á hringprjón nr. 4 og prjónið stroff (2 sl., 2 br.) í hring (4) 4 (4) 5 (5) 5 sm. Prjónið slétt og takið úr á fyrstu umferðinni með jöfnu millibili = (128) 136 (144) 152 (160) 168 lykkjur á prjóninum. Setjið merki í hvora hlið með (64) 68 (72) 76 (80) 84 lykkjur á hvorum helmingi. Prjónið þar til bolurinn mælist (8) 9 (10) 12 (13) 13 sm. Setjið merki sitthvorum megin við (36) 36 (36) 48 (48) 48 lykkjur á miðju framstykki (= kaðlamunstur) og aukið þannig út:

Prjónið að fyrra merkinu: Prjónið *3 br., 2 sl., aukið út 1lykkju, 2 br. aukið út 1 lykkju, 2 sl., 3 br.*. En- durtakið frá * til * að hinu merkinu. Nú eru (42) 42 (42) 56 (56) 56 lykkjur á milli merkjanna. Prjónið munstur eftir teikningunni yfir (42) 42 (42) 56 (56) 56 lykkjur á miðju framstykki og slétt yfir aðrar lykkjur. Prjónið þar til bolurinn mælist (27) 30 (33) 34 (35) 36 sm. Skiptið bolnum í hliðum og prjónið hvort stykki fyrir sig.

Bakstykki:

= (64) 68 (72) 76 (80) 84 lykkjur. Prjónið þar til 1 sm. vantar upp á fulla sídd. Setjið (30) 32 (32) 34 (36) 36 lykkjur í miðjunni á prjónanælur og prjónið hvora hlið fyrir sig. Fellið af við hálsmálið 1 lykkju. Prjónið þar til bakstykkið hefur náð fullri sídd. Setjið þær (16) 17 (19) 20 (21) 23 lykkjur sem eftir eru á prjónanælu. Prjónið hina hliðina á sama hátt en gagnstætt.

Framstykki:

= (70) 74 (78) 84 (88) 92 lykkjur. Haldið áfram með munstur þar til bolurinn mælist (33) 37 (41) 42 (44)

46 sm. Takið úr yfir munstrinu frá réttunni þannig (fallegast er að taka úr í 9. umferð munstursins): Prjónið að fyrra merkinu, prjónið *3 br., 2 sl., 2 br. saman, 2 br. saman, 2 sl., 3 br.*. Endurtakið frá * til * að hinu merkinu. Prjónið út umferðina = (64) 68 (72) 76 (80) 84 lykkjur á prjóninum. Prjónið til baka eins og lykkjurnar liggja. Prjónið slétt þar til (4) 4 (4) 5 (5) 5 sm. vantar uppá fulla sídd. Setjið (12) 12 (14) 14 (16) 16 lykkjur í miðjunni á prjónanælur og prjónið hvora hlið fyrir sig. Fellið af í byrjun prjóns við hálsmálið (4,3,2,1) 4,3,3,1 (4,3,2,1,) 4,3,3,1 (4,3,3,1) 4,3,3,1 lykkju = (16) 17 (19) 20 (21) 23 lykkjur eftir á öxl. Prjónið þar til framstykkið hefur náð fullri sídd. Setjið lykkjurnar af öxlum á prjónanælur. Prjónið hina hliðina á sama hátt en gagnstætt.

Ermar:

Fitjið upp (44) 44 (48) 48 (52) 52 lykkjur á sokkaprjóna nr. 4 og prjónið stroff eins og á bol. Prjónið slétt eftir að strof nu lýkur þar til ermin mælist (7) 7 (7) 8 (8) 8 sm. Setjið merki í fyrstu lykkjuna á umferðinni = merkilykkja. Aukið út 1 lykkju sitt hvorum megin við merkilykkjuna þegar ermin mælist 3 sm. frá strof og síðan með (3) 3 (3) 3 (3) 21⁄2 sm. millibili þar til (54) 58 (62) 66 (70) 74 lykkjur eru á prjóninum. Prjónið þar til ermin hefur náð fullri lengd. Fellið af.

Frágangur:

Prjónið axlir saman. Saumið ermar í handveg.

Kragi:

Prjónið upp (88) 96 (96) 100 (108) 108 lykkjur í kringum hálsmálið (takið lykkjurnar af prjónanælunum með) á prjóna nr. 3,5. Prjónið stroff 2 sl., 2 br. í hring (10) 10 (12) 12 (14) 14 sm. Fellið laust af með sl. og br. lykkjum.

Húfa

Stærðir:

(2-4) 6-8 (10-12) ára.

Prjónar:

Hringprjónn nr. 3,5. Sokkaprjónar nr. 3,5.

Garn: Smart

Grátt nr. 1032: 2 dokkur allar stærðir.

Fitjið upp (100) 108 (116) lykkjur á hringprjón nr. 3,5 og prjónið (4) 4 (5) sm. stroff 2 sl., 2 br. Prjónið sl. þar til húfan mælist (8) 9 (10) sm. Prjónið munstur þannig: Setjið merki fyrir og eftir 12 lykkjur í miðju að framan. Næsta umf: Prjónið að fyrra merkinu, prjónið 3 br., 2 sl., aukið út 1 lykkju, 2 br., aukið út 1 lykkju, 2 sl., 3 br., prjónið sl. út umferðina. Prjónið munstur eftir teikningunni yfir lykkjunar 14 í miðjunni. Prjónið 10. umf. munstursins þannig: 2 br. saman 2 sinnum yfir brugðnu lyk- kjurnar 4 í miðjunni = (100) 108 (116) lykkjur á prjóninum. Prjónið sl. þar til húfan mælist (16) 17 (18) sm. Takið úr þan- nig: *2 sl., 2 sl. saman*. Endurtakið frá * til * út umferðina. Prjónið 2 umf. án úrtöku. Prjónið *1 sl., 2 sl. saman*. Endur- takið frá * til * út umferðina. Prjónið 2 umf. án úrtöku. Prjónið 2 sl. saman út umferðina. Prjónið 1 umf. án úrtöku. Slítið frá. Dragið bandið í gegnum lykkjurnar og herðið vel að.

Peysa og húfa

Print Friendly, PDF & EmailPrenta síðu

Ný heimasíða er um það bil að líta dagsins ljós og því er vöruúrval ekki uppfært eins oft á þessari síðu.

Vörunr. c90321fdb565 Vöruflokkur: Ókeypis uppskriftir
Share:
  • Fyrirspurn um vöru
Fyrirspurn um vöru

Fyrirspurn um vöru

Tengdar vörur

Regnbogapeysa

Stærðir: (XS) S (M) L (XL) XXL Mál á peysu: Yfirvídd: (90) 94 (100) 108 (112) 120 sm. Heildarlengd: (55) 55 (58) 58 (60) 60 sm. Ermalengd: 45 sm., eða eins og passar Garn: Tynn silk mohair (u.þ.b. 212 m. í 25 gr. dokku). Beinhvítt 1012: (4) 4 (5) 5 (6) 6 dokkur og Tynn line (u.þ.b. 220 m. í dokku, 53 % bómull, 33 % viskose, 14 % hör). Ljósblátt 5930: (2) 2 (2) 2 (2) 3 dokkur. Ljósfjólublátt 4612: (1) 1 (1) 1 (2) 2 dokkur. Gulgrænt 2024: (1) 1 (1) 1 (2) 2 dokkur. Skær terrakotta 3513: (1) 1 (1) 1 (2) 2 dokkur. Aðrir garnmöguleikar fyrir Tynn line: Alpakka silke (u.þ.b. 200 m. í 50 gr. dokku). Babyull Lanett, Sisu, Tynn Merinoull (u.þ.b. 175 m. í 50 gr. dokku). Mini alpakka (u.þ.b. 150 m. í 50 gr. dokku). Mandarin Petit (u.þ.b. 180 m. í 50 gr. dokku). Prjónar / fylgihlutir: Hringprjónar og sokkaprjónar nr. 3,5 og 4. Merkihringir Prjónfesta: 20 L. sléttprjón með einum þræði af hvorri tegund á prjóna nr. 4 = 10 sm. Peysan er prjónuð með einum þræði af hvorri tegund. Smelltu hér til að hala uppskriftinni niður.
Lesa meira

Lillian jakkapeysa úr De dødes tjern

Stærðir: (XS) S (M) L (XL) Mælingar: Vídd neðst: (96) 104 (113) 121 (129) sm. Yfirvídd: (91) 99 (108 )116 (124) sm. Heildarlengd: (70) 71 (72) 73 (74) sm. Ermalengd: 47 sm., eða eins og passar. Garn: Kos (62 % baby alpakka, 9 % ull, 29% nylon, 50 gr. = u.þ.b. 150 m.). Leirbrúnt 3524: (8) 9 (10) 11 (12) dokkur. Aðrir garnmöguleikar: Børstet alpakka (96% alpakka, 4% nylon, u.þ.b. 110m í 50g dokku). Ath. hér eru færri metrar á dokku. Prjónar / fylgihlutir: Hringprjónar og sokkaprjónar nr. 4,5 Merkihringir Prjónfesta: 16 L. og 28 umf. hálfklukkuprj. á prjóna nr. 4,5 = 10 x 10 sm. Klukkuprjónslykkja: Prjónið 1 L. slétt í næstu L. fyrir neðan. Smelltu hér til að hala uppskriftinni niður.
Lesa meira

Anita dömupeysa með blómamunsturbekk

STÆRÐIR: (S) M (L) XL (XXL). MÁL Á PEYSU: Yfirvídd: (89) 98 (105) 114 (123) sm. Sídd: (56) 58 (60) 61 (62) sm. Ermalengd: 47 sm., eða eins og passar. GARN: Alpakka (u.þ.b. 110 m. í dokku). Himinblátt 6013: (7) 7 (8) 9 (10) dokkur. Gráblátt 6081: (1) 2 (2) 2 (2) dokkur. Brúnt yrjótt 2652: 1 dokka allar str. Ljósleirbrúnt 3834: 1 dokka allar str. Lyngbleikt 4853: 1 dokka allar str. Gráhvítt 1015: 1 dokka allar str. AÐRIR GARNMÖGULEIKAR: Merinoull, Smart, Duo. PRJÓNAR / FYLGIHLUTIR: Hringprjónar og sokkaprjónar nr. 3 og 3,5. Merkihringir PRJÓNFESTA: 22 L. sléttprjón á prjóna nr. 3,5 = 10 sm. Smelltu hér til að hala uppskriftinni niður.
Lesa meira

Leiðbeiningar á þæfingu

Fritidsgarn Tove Peer Gynt henta vel til þæfingar

Þvoið það sem á að þæfa í þvottavél við 40 - 60° á hraðkerfi með venjulegu þvottaefni. Yfirleitt er reiknað með því að flíkurnar hlaupi um u.þ.b. 20 % við þæfingu við 40° . Það er erfitt að gefa upp nákvæma stærð á flíkum eftir þæfingu því þvottavélar eru mismunandi og þæfingin getur því orðið mismikil. Við mælum með því að byrja á 40° í upphafi og þvo flíkina frekar aftur ef hún á að hlaupa meira og þá e.t.v. á hærra hitastigi.
Þæfingin verður meiri ef fleiri stykki eru höfð með í þvottavélinni. Ef þæfa á lítið stykki er gott að þvo eitthvað með, t.d. gallabuxur. Gott er að gera prufu fyrst og þæfa hana við lágt hitastig sérstaklega ef prjóna á peysu.
Vegna þess hve þvottavélar og þvottakerfi eru mismunandi getur Tinna ekki borið ábyrgð á útkomu þegar búið er að þæfa. Eftir að stykkið hefur verið þvegið er mikilvægt að taka það strax úr þvottavélinni, strekkja það, móta  og  leggja til   þerris.  Ef ykkur sýnist það vera of stórt má þvo það aftur e.t.v. á hærra hitastigi. Ef stykkið aftur á móti er of lítið má strekkja það og teygja og móta í rétta stærð á meðan það er ennþá rakt. Hægt er að þvo stykkið með smávegis af hárnæringu, það gerir stykkið teygjanlegra. Því lausara sem garnið er í sér og því lausara sem er prjónað er því meiri verður þæfingin. Garðaprjón þófnar meira en slétt prjón. Ull sem á að þæfa má ekki vera búið að meðhöndla þannig að það megi þvo hana í þvottavél. Ekki er mælt með að þæfa bleikta ull.
Þvoið síðan í höndum eða á ullarprógrammi.

Lesa meira

Smekkur

úr Mandarin Petit

Garn: Mandarin Petit
Bleikt nr. 4502: 1-2 dokkur

Heklunál/fylgihlutir:
Heklunál nr. 3
1 tala

Skammstafanir:
ll.= loftlykkjur
fp. = fastapinnar
st. = stuðlar

Athugið: Heklið fastapinna alltaf í aftari lykkjuhelminginn

Heklið 26 ll. með heklunál nr. 3.
1. umf.: Stingið heklunálinni í aðra ll. frá nálinni og heklið 12 fp., heklið 2 fp. í næstu lykkju, heklið 12 fp.
2. umf.: Stingið nálinni í aðra lykkjuna og heklið 12 fp., 2 fp. í næstu lykkju, 12 fp.
Endurtakið 2. umf. þar til heklaðar hafa verið 14. umf. Klippið frá.
Kantur utan með smekknum: Heklið 27 ll. (band), heklið fp. utan með smekknum.  Athugið, í hornin og miðjuna eru heklaðir 2 fp., heklið 27 ll. (band).
Heklið 4 umf. í viðbót með fp., alltaf í aftari lykkjuhelminginn. Munið eftir hornunum og miðjunni. Heklið nú eina umf. af st. þannig: 3 ll. (= fyrsti st.), * 1 ll., hoppið yfir eina lykkju, 1 st. í næstu lykkju*. Endurtakið frá * til *. Athugið í hornin og miðjuna eru heklaðir 2 st. með 2 ll. á milli.
Heklið að lokum takka utan með þannig: * 3 ll., 1 fp. í fyrstu ll. af þessum þremur, 1 fp. utan um ll. á milli st.*. Endurtakið þar til kemur að endanum á öðru bandinu, heklið þá fp. fyrir endann, gerið hneslu með 6 ll. í horninu, heklið fp. meðfram hálsmálinu og fyrir hinn endann. Klippið frá. Festið tölu á.
 
1 teikning

12 prjónar - endurtakið
46 lykkjur - prjónað 1 sinni
Byrjið hér

= Slétt á réttu, brugðið á röngu
= Brugðið á réttu, slétt á röngu
= 2 sléttar saman
= 1 lykkja tekin óprjónuð, 1 slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir
= Setjið 3 lykkjur á kaðlaprjón fyrir aftan, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið lykkjurnar af kaðlaprjóninum slétt, setjið 1 lykkju á kaðlaprjón fyrir framan, prjónið 3 lykkjur slétt, prjónið lykkjuna af kaðlaprjóninum slétt
= Setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón fyrir aftan, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið lykkjurnar af kaðlaprjóninum slétt, setjið 1 lykkju á kaðlaprjón fyrir framan, prjónið 2 sléttar, prjónið lykkjuna af kaðlaprjóninum slétt
= Sláið upp á

Lesa meira

Hneppt peysa með berustykki

úr Alpakka

Stærð:

(1-1 1⁄2) 2-3 (4) ára

Mál á peysu:

Yfirvídd: (55) 60 (65) sm

Sídd: (32) 36 (40) sm

Ermaleng mæld undir ermi fyrir miðju: (20) 24 (28) sm

Garn: Alpakka (100 % alpakkaull)

Ljósblár 6211: (3) 3 (4) dokkur

Ljósbrúnn 3031: 1 dokka allar stærðir

Hvítur 1012: 1 dokka allar stærðir

Grænn 9435: 1 dokka allar stærðir

Lillableikur 4634: 1 dokka allar stærðir

Afgangur af rauðu í útsaum

Prjónar/fylgihlutir:

Hringprjónar og sokkaprjónar nr. 3 og 3 1⁄2 (5) 5 (6) tölur

Prjónfesta:

22 lykkjur slétt prjón á prjóna nr. 3 1⁄2 = 10 sm

» Fyrsta og síðasta lykkjan er kantlykkja og er alltaf prjónuð slétt.

Fram- og bakstykki:

Fitjið upp (132) 148 (160) lykkjur á prjóna nr. 3 með hvítu og prjónið 7 prjóna stroff fram og til baka, 1 slétt, 1 brugðin. Fyrsti prjónn er rangan.

Á seinasta prjóni (= röngunni) er lykkjum fækkað niður í (118) 130 (144) jafnt yfir umferð.

Skiptið yfir á prjóna nr. 3 1⁄2 og prjónið áfram slétt prjón með bláu.

Prjónið slétt prjón þangað til peysan mælist (17) 20 (23) sm, skiptið niður fyrir handvegi svona (frá réttunni): Prjónið (25) 28 (31) lykkjur (= hægra framstykki), prjónið (7) 7 (8) lykkjur, setjið lykkjur á hjálparprjón, prjónið (54) 60 (66) lykkjur (= bakstykki), prjónið (7) 7 (8) lykkjur, setjið lykkjur á hjálpar- prjón, prjónið (25) 28 (31) lykkjur (= vinstra framstykki). Leggið peysuna til hliðar og prjónið ermar.

Ermar:

Fitjið upp (40) 44 (44) lykkjur á sokkaprjón nr. 3 með hvítum og prjónið 7 umferðir stroff 1 slétt, 1 brugðin. Í síðustu umferð er lykkjum fækkað niður í (36) 38 (40) jafnt yfir umferð.

Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 3 1⁄2 og prjónið áfram slétt prjón með ljósbláu. Um leið er aukið út um 1 lykkju sitthvoru megin við fyrstu lykkjuna í umferð í 6. hverri umferð, (7) 8 (9) skipti = (50) 54 (58) lykkjur. Prjónið áfram þangað til ermin mælist (20) 24 (28) sm.

Í næstu umferð eru (7) 7 (7) lykkjur undir miðri ermi settar á hjálparnælu = (43) 47 (51) lykkjur á prjóninum.

Leggið nú fyrri ermina til hliðar og prjónið aðra eins.

Laskúrtaka/berustykki:

Setjið ermarnar inn með bolnum á prjóna nr. 3 1⁄2 og látið affeldu lykkjur- nar standast á = (25) 28 (31) lykkjur (vinstar framstykki), (43) 47 (51) lykkjur (vinstri ermi), (54) 60 (66) lykkjur (bakstykki), (43) 47 (51) lykkjur (hægri ermi), (25) 28 (31) lykkjur (hægra framstykki), = (190) 210 (230) lykkjur. Setjið merki í öll samskeyti (þar sem bolur og ermi mætast), og prjónið fram og til baka slétt prjón með bláu, um leið er gerð laskúrtaka frá rétt- unni svona: Prjónið þangað til það eru 3 lykkjur að fyrsta merki, takið 1 lykkju óprjónaða yfir, 1 slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, 2 slétt, 2 slétt saman. Endurtakið úrtökuna við hvert merki = 8 úrtökur.

Takið úr frá réttunni (1) 2 (3) skipti = (182) 194 (206) lykkjur.

Haldið áfram og prjónið munstur eftir munsturteikningu, fyrir innan 1 kantlykkju í hvorri hlið.

Þegar búið er prjóna eftir munsturteikningu eru (92) 98 (104) lykkjur á prjóninum.

Skiptið yfir á prjóna nr. 3 og hvítan lit.

Prjónið 1 prjón slétt, þar sem lykkjum er fækkað niður í (82) 86 (90) jafnt yfir umferð.

Prjónið 7 prjóna stroff, 1 slétt, 1 brugðin. Fellið af.

Frágangur:

Saumið eða prjónið saman lykkjur undir ermi.

Kantur að framan:

Takið upp lykkjur meðfram vinstri framkanti (takið upp lykkju í hverri lykkju, nema hoppið alltaf yfir 4. hverju lykkju) frá réttunni, með prjónum nr. 3 og hvítum lit. Prjónið 7 prjóna stroff 1 slétt, 1 brugðin. (fyrsti og síðasti prjónninn er frá röngunni).

Fellið af.

Setjið merki fyrir alls (5) 5 (6) tölur, efsta og neðsta merki u.þ.b. 3 lykkjum frá kantinum, restin með jöfnu millibili.

Prjónið hægri framkantinn með hnappagötum þar sem merkin eru stað- sett, á 3. prjóni (rangan).

Hnappagöt:

Fellið af 2 lykkjur. Á næsta prjóni eru tjaðar upp 2 lykkjur yfir þær sem felldar voru.

Saumið fræhnúta með rauðu í miðjuna á hverju blómi í munstrinu. Festið tölurnar á.

Hneppt peysa

Lesa meira

Perluteppi

Stærð 70 x 100 sm. Garn Duo (55% merinoull, 45% bómull, 50gr. = u.þ.b. 115 m., prjónf. 22/10). Ljósblágrænt 6841: 400 gr. Aðrir garnmöguleikar Double Sunday (100% ómeðhöndluð merinoull, 50 gr. = u.þ.b. 108 m., prjónfesta 21-22/10). Merinoull/ Klompelompe merinoull (100% forþvegin merinoull, 50 gr. = u.þ.b. 105 m., prjónfesta 22/10). Smart (100% forþvegin ull, 50 gr. = u.þ.b. 100 m., prjónfesta 22/10). Prjónar / fylgihlutir Hringprjónar nr. 3,5 og 4. Prjónfesta 22 L. tvöfalt perluprjón á prjóna nr. 3,5 = 10 sm. Smelltu hér til að hala uppskriftinni niður.
Lesa meira

Þæfð diskamotta eða stólsessa

Þæfð diskamotta eða stólsessa

Mál, fyrir þæfingu:

42x54 sm

Mál, eftir þæfingu:

32x44 cm

Garn: Fritidsgarn

Dökkfjólublátt nr. 5229: 2 dokkur Fjólublátt nr. 5226: 1 dokka Ljósfjólublátt nr. 5024: 1 dokka Vínrautt nr. 4529: 1 dokka Bleikt nr. 4513: 1 dokka Dökkbleikt nr. 4627: 1 dokka Sjá litaspjald á tinna.is

Prjónar:

Prjónar nr. 5 1⁄2

Prjónfesta:

14 lykkjur slétt prjón á prjóna nr. 5 1⁄2 = 10 sm Fitjið upp 36 lykkjur með dökkfjólubláu og prjónið 18 garða, A. Skiptið í fjólublátt og prjónið 6 garða, B. Klippið frá en geymið lykkjurnar á prjóninum. Snúið stykkinu (og notið nýjan prjón) og takið upp lykkjur með fjólubláu meðfram vinstri hlið á stykkinu, 1 lykkja í hvern garð = 24 lykkjur, prjónið 6 garða, C. Klippið frá en geymið lykkjurnar á prjóninum. Snúið stykkinu, takið upp lykkjur með dökkbleiku meðfram kantinum neðst (upp tunarkantinum), 1 lykkja í hvern garð/lykkju = 42 lykkjur, prjónið 6 garða, D. Haldið áfram eins meðfram síðustu hliðinni og síðan í hring eins og sýnt er á teikningunni (prjónað eftir stafrófsröð). Þæfið diskamottuna. Þæfð diskamótta eða stólsessa
Lesa meira
Tinna Heildverslun
Nýbýlavegi 30
200 Kópavogur

Sími: 565 4610
fax: 565 4611
Kt. 420165-0139
VSK nr. 45958
tinna@tinna.is
Flýtileiðir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Verslanir
  • Prjónaklúbburinn
  • Skilmálar
2018 TINNA Nýbýlavegi 30, 200 Kópavogi - tinna@tinna.is
Hönnun: Veftorg
  • Heim
  • Fyrirtækið
    • Um Tinnu
    • Opnunartímar
    • Endursöluaðilar
    • Leiðréttingar
    • Prjónaklúbburinn
    • Hafa samband
    • Leiðbeiningar – Þæfing
  • Vörur
    • Garn
    • Prjónar og fylgihlutir
      • Prym
      • Sandnes
      • Knitpro
        • Fylgihlutir
    • Stakar uppskriftir til sölu
    • Gjafabréf
  • Prjónablöð
    • Leiðréttingar
  • Ókeypis uppskriftir
  • Tilboð
  • Innskrá / Nýskrá
Karfa
loka

GJAFAKORT. Gefðu árs áskrift að TINNU prjónablaði! 20% afsláttur! Smelltu hér...

Innskráning

loka

Týndir þú lykilorðinu?

Ekki með aðgang?

Stofna aðgang
Start typing to see products you are looking for.