Þvoið við 40°c hita í þvottavél á hraðkerfi fyrir venjulegan þvott.

Athugið að útkoman getur verið mismunandi eftir vélum.

Þæfingin verður þéttari eftir því sem meiri sápa er notuð og vatnið heitara.

Ef þæfingin er ekki nægileg eftir fyrsta þvott má þreifa sig áfram og endurtaka þvottinn á t.d. 60c°.

Notið enzymfrítt (biofrítt) þvottaefni eða grænsápu.

Gott er að hafa fleiri flíkur í vélinni, t.d. einar eða tvennar vinnubuxur.

Strekkið og formið stykkið sem verið er að þæfa eftir létta þeytivindu og leggið til þerris.

Athugið! Notið venjulegt ullarprógram í þvottavél eða handþvott 30-40° ef stykkið er þvegið aftur seinna.