Leiðréttingar Ýr 57
Leiðrétting skrifuð með rauðu.
Bolur: Fitjið upp 160 (168) 176 (184) L. með einum þræði Smart og einum þræði Silk Mohair á hringprjóna nr. 6 og prjónið í hring, 2 umf sl. látið merkihringi, þannig: Látið merki í báðar hliðar 80 (84) 88 (92) L. í hvorum hluta.
Látið síðan merki þannig: Teljið 11 lykkjur á öllum stærðum. Látið merki, 20 L. látið merki, 18 (22) 26 (30) L.
látið merki, 20 L. látið merki, þá eiga að vera 11 lykkjur (allar stærðir) að hliðarmerki.
Látið einnig merki á þennan hátt á bakstykki
Prjónið framstykki þannig: Byrjið á 1 br. 2 sl. *(2br, 2 sl.)* endurtakið frá *-* að merki, munstur A, 2 sl. *(2 br,. 2 sl.)* endurtakið frá *-* að merki, munstur A *(2 sl., 2 br.)* endurtakið frá *-* að merki, endið á 1 br. L.
Gerið eins á bakstykki.
Prjónið á þennan hátt þar til stykkið mælist u.þ.b. 9 (11) 12 (12) sm.
Prjónið munstur A eins og áður en prjónið br.-slétt prjón á milli munstra, þar til bolurinn mælist u.þ.b. 19 (21) 22 ( 22) sm. endið á heilu munstri A.
Þá er prjónað í miðju að framan og miðju að aftan munstur A þannig: 11 L. (allar stærðir) br.-slétt prjón, munstur A, 1 L. br.-slétt prjón, munstur A, 1 L. br.-slétt prjón, munstur A, 11 L. (allar stærðir) br.-slétt prjón.
Prjónið eins á bakstykki.