Sandnes verksmiðjan

Sandnesgarn er í dag stærsti framleiðandi af garni í Norður Evrópu, verksmiðjan sem er ein sú elsta í Noregi, er búin hátæknivélum á heimsmælikvarða.

Verksmiðjan í Vagen brann 1978 og var endurbyggð aftur utan við bæinn. Við leggjum heilmikið til prjónagleðinnar með því að framleiða 15milljónir dokka árlega sem seld eru um allan heim.

Þegar vinsælu garntegundirnar Peer Gynt og Fritidsgarn er keyptar í verlsunum í Osló, Uppsala, Arhus, Helsinki, Reykjavík, New York, Montreal eða í Þórshöfn, hafa þær orðið til sem ull af norskum kindum, sem er þvegin, spunnin, lituð og pökkuð í verksmiðju Sandnesgarn.

Hér sést framleiðsluferlið frá því að ullin er þvegin og gerð klár fyrir að vera spunnin.

Við erum þakklát fyrir sauðkindina!

Ullin af sauðkindinni þvegin.

Eftir þvottin fæst þráður sem er svo spunninn í dokkur.

Á þessum stað í framleiðslunni er bætt við hráefnum . Í þessum risahespum er ull sem hefur verið þvegin og kemd. Þegar um er að ræða litun á miklu magni í lotunúmeri, litum við heilu hespurnar áður en þær eru spunnar í dokkur.
Hráullin fer beint í þvott.

Hespurnar tilbúnar í spinningu.

Hér sést hvernig garnið er spunnið.

Garnið flyst af kónum í hespur.
Tilbúnar hespur.

Í litunar ,,eldhúsinu" er litir blandaðir. Við notum eingöngu umhverfisvæn efni samkvæmt ströngustu kröfum norska umhverfisráðuneytisins. Við litum 200kg af hespum í hverju kari.

Eftir litun er garnið undið. Fyrst er mesti vökvinn kreistur úr ullinni með keflum. Því næst eru ullinni komið fyrir af vélmennum í þurrkofna.

Hespuullin fer beint í spinningu/dokkuvélina. Við erum með 4 vélar sem búa til dokkur, líma borða á dokkurnar og pakka þeim í 1kg poka.

Sandnesgarn er verksmiðja og heildsala þar sem 90% af sölunni fer beint í verslanir.