Lambhúshetta
0 kr.
Garn:
Smart (100% forþvegin ull, u.þ.b. 100 m. í 50 gr.)
Aðrir garnmöguleikar:
Merinoull, Klompelompe Merinoull, Alpakka Ull.
Stærðir:
(2) 3 (4-5) ára.
Sægrænt: 1 dokka allar str.
Blátt : 1 dokka allar str.
Rautt: 1 dokka allar str.
Prjónar:
40 sm. hringprjónn nr. 2,5.
50 sm hringprjónn nr. 3,5.
Prjónfesta:
16 lykkjur í klukkuprjóni á prjóna nr. 3,5 eru 10 sm. Ef þið prjónið fastar en uppgefin prjónfesta, notið þá grófari prjóna. Ef þið prjónið lausar en uppgefin prjónfesta, notið þá fínni prjóna.
Klukkuprjón:
1. prjónn (ranga): 1 slétt (= kantlykkja), sláið bandi upp á prjóninn, takið eina lykkju óprjónaða fram af eins og brugðna lykkju, * 1 slétt, sláið bandi upp á prjóninn, takið eina lykkju óprjónaða fram af eins og brugðna lykkju *. Endurtakið frá *-*. 1 slétt (kantlykkja).
2. Prjónn (rétta): 1 slétt (kantlykkja), prjónið bandið og óprjónuðu lykkjuna slétt saman*. Sláið bandi upp á prjóninn, takið eina lykkju óprjónaða fram af eins og brugðna, prjónið bandið og óprjónuðu lykkjuna slétt saman *. Endurtakið frá *-*. 1 slétt(= kantlykkja).
3. prjónn (ranga): 1 slétt (kantlykkja), sláið bandi upp á prjóninn og takið eina lykkju óprjónaða fram af eins og brugðna. * Prjónið bandið og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, sláið bandi upp á prjóninn og takið eina lykkju óprjónaða eins og brugðna *. Endurtakið frá *-*. 1 slétt (kantlykkja).
Endurtakið alltaf 2. og 3. prjón.
Tveir prjónar mynda eina umferð (lykkjur sem hægt er að telja í klukkuprjóni).
Hettan:
Fitjið upp með bláu á hringprjón nr. 2,5 (78) 86 (94) lykkjur. Prjónið 1 sl. 1 br. í hring 2,5 sm. Slítið frá. Setjið (4) 5 (5) fyrstu og síðustu (4) 5 (5) lykkjurnar á prjónanælu = (70) 76 (84) lykkjur.
Skiptið yfir í sægrænt og hringprjón nr. 3,5. Byrjið að prjóna frá röngu. Fitjið upp eina lykkju á öðrum enda prjónsins þannig að önnur lykkjan er slétt á réttunni í báðum hliðum = (71) 77 (85) lykkjur. Prjónið fyrstu og síðustu lykkjuna slétta á réttu og röngu (=kantlykkjur). Prjónið klukkuprjón fram og til baka röndótt þannig:
(8) 10 (12) prjónar sægrænt, 8 prjónar rautt, 4 prjónar sægrænt, 8 prjónar blátt, 6 prjónar rautt, 10 prjónar sægrænt, 6 prjónar blátt, 8 prjónar rautt, 4 prjónar sægrænt, 8 prjónar blátt, (8) 10 (12) prjónar sægrænt.
Þetta eru samtals (39) 41 (43) umferðir.
Fellið af með sléttum og brugðnum lykkjum. Saumið hettuna saman og aftan þannig að sléttu lykkjurnar standist á.
Gangið mjög vel frá öllum endum því að garnið er mjög mjúkt.
Kragi:
Byrjið í miðju að aftan og prjónið upp með sægrænu á hringprjón nr. 2,5 eina lykkju við hvern hnút meðfram neðri brún hettunnar = (39) 41 (43) lykkjur vinstra megin. Prjónið lykkjurnar (8) 10 (10) upp á prjóninn og prjónið upp (39) 41 (43) lykkjur hægra megin = (86) 92 (96) lykkjur. Prjónið 1 sl. 1 br. í hring 2,5 sm.
Skiptið yfir í blátt og hringprjón nr. 3,5. Byrjið að prjóna frá röngu og prjónið klukkuprjón fram og til baka. Prjónið fyrstu og síðustu lykkjuna slétta á réttu og brugðna á röngu (=kantlykkjur).
ATH. Prjónið lykkjurnar í klukkuprjóninu eins og þær koma úr slétta og brugðna prjóninu.
Prjónið röndótt þannig: 6 prjónar blátt, 4 prjónar rautt, 8 prjónar sægrænt, 6 prjónar blátt, 4 prjónar rautt, (10) 12 (14) prjónar sægrænt.
Fellið af mjög laust. Lykkjurnar í affellingunni mega vera allt að 1 sm. langar.
Frágangur:
Gangið sérstaklega vel frá öllum endum því að garnið er mjög mjúkt.
Saumið kragann saman að aftan.
Búið til rauðan og bláan skúf. Heklið 2 bönd með sægrænu um 8 og 10 sm. löng, festið skúf í böndin og heklið keðjulykkjur til baka. Festið böndin í toppinn á lambhúshettunni.
Þvoið í þvottavél á ullarprógrammi samkvæmt þvottaleiðbeiningum á garni. Lítil vinding.
Gamla góða lambhúshettan.