Stærðir (til viðmunar)
25/26 | (27/28) | 30/31 | (32/33) | 35/36 | (38/39) | 40/41 | (42/43) |
3 ára | (4 ára) | 5-6 ára | (7-9 ára) | 10-15 ára | (S) | (M) | (L) |
Garn: Ragg sokkagarn
2 (3) 3 (3) 4 (4) 4 (4) dokkur
Prjónar:
Sokkaprjónar nr. 4 ½
2 prjónar nr. 4 ½
Prjónfesta:
8 ½ lykkja á prjóna nr. 4 ½ = 5 sm
Athugið: Þegar byrjað er á öðrum sokk byrjið þá á sama stað í bandinu og byrjað var á fyrri sokknum svo sokkarnir verði eins. Garnið munstrar sig sjálft.
Fitjið upp á 2 prjóna nr. 4 ½ , 28 (28) 32 (32) 36 (36) 40 (40) lykkjur. Skiptið á 4 prjóna og prjónið stroff 2 sléttar, 2 brugðnar 6 (6) 7 (7) 8 (8) 9 (9) sm. Prjónið slétt prjón með 7 (7) 8 (8) 9 (9) 10 (10) lykkjur á hverjum prjóni þar til sokkurinn mælist 12 (13) 14 (15) 16 (16) 17 (17) sm. Prjónið hæl.
Hæll: Setjið lykkjurnar á 1. og 4. prjón saman á 1 prjón = 14 (14) 16 (16) 18 (18) 20 (20) lykkjur á prjóninum. Prjónið slétt prjón fram og til baka yfir þessar lykkjur 5 (5 ½ ) 6 (6 ½ ) 7 (7 ½ ) 8 (8 ½ ) sm. Prjónið síðasta prjón frá röngu. Prjónið þar til 6 (6) 7 (7) 8 (8) 9 (9) lykkjur eru eftir á prjóninum, prjónið 2 snúnar sléttar saman, 1 slétt, snúið við.
Takið 1 lykkju óprjónaða eins og eigi að prjóna hana brugðið, prjónið brugðið þar til 6 (6) 7 (7) 8 (8) 9 (9) lykkjur eru eftir á prjóninum, prjónið 2 brugðnar saman, 1 brugðin, snúið við. Takið 1 lykkju óprjónaða eins og eigi að prjóna hana slétt, prjónið slétt þar til 4 (4) 5 (5) 6 (6) 7 (7) lykkjur eru eftir á prjóninum (prjónað það til 1 lykkja er eftir að fyrri snúning), 2 snúnar slétt saman, 1 slétt, snúið við. Takið 1 lykkjur óprjónaða eins og eigi að prjóna hana brugðið, prjónið brugðið þar til 4 (4) 5 (5) 6 (6) 7 (7) lykkjur eru eftir á prjóninum, 2 brugðnar saman, 1 brugðin, snúið við. Endurtakið úrtökurnar og snúningana þar til allar hliðarlykkjurnar eru farnar í úrtöku = 8 (8) 10 (10) 10 (10) 12 (12) lykkjur á prjóninum.
Prjónið 1 prjón. Takið upp lykkjur meðfram hælnum þannig: Takið upp 10 (11) 12 (12) 13 (14) 15 (16) lykkjur meðfram annarri hliðinni, prjónið lykkjurnar af 2. og 3. prjóni (7 (7) 8 (8) 9 (9) 10 (10) lykkjur á hvorum prjóni). Takið upp 10 (11) 12 (12) 13 (14) 15 (16) lykkjur meðfram hælnum hinum megin. Skiptið nú lykkjunum á prjónana þannig:
1. prjónn: 14 (15) 17 (17) 18 (19) 21 (22) lykkjur
2. prjónn: 7 (7) 8 (8) 9 (9) 10 (10) lykkjur
3. prjónn: 7 (7) 8 (8) 9 (9) 10 (10) lykkjur
4. prjónn: 14 (15) 17 (17) 18 (19) 21 (22) lykkjur
Prjónið nú þannig (prjónið lykkjurnar sem teknar voru upp meðfram hælnum snúnar slétt í 1. umf):
1. prjónn: Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóninum, 2 sléttar saman
2. og 3. prjónn: Slétt
4. prjónn: 2 snúnar sléttar saman, prjónið slétt út prjóninn.
Endurtakið þessa úrtöku í annarri hverri umf. þar til 7 (7) 8 (8) 9 (9) 10 (10) lykkjur eru eftir á hverjum prjóni. Haldið áfram með slétt prjón þar til fóturinn mælist 8 ½ (9 ½ ) 10 ½ (11) 12 (13 ½ ) 15 (17) sm, mælt frá hælnum þar sem lykkjurnar voru teknar upp.
Tá:
1. prjónn: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, 2 slétt saman, 1 slétt.
2. prjónn: 1 slétt, 1 tekin óprjónuð, 1 slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. prjónið slétt út prjóninn.
3. prjónn: eins og 1. prjónn
4. prjónn: eins og 2. prjónn.
Endurtakið þessa úrtöku í annarri hverri umf. þar til það eru 12 (12) 12 (12) 12 (16) 16 (16) lykkjur eftir í umf. Prjónið 1 umf.
Setjið lykkjurnar af 1. og 4. prjóni saman á 1 prjón og setjið lykkjurnar af 2. og 3. prjóni saman á 1 prjón. Lykkið saman frá réttunni eða snúið sokknum við og fellið af með því að prjóna saman 2 lykkjur, 1 frá hvorum prjóni, og fella af um leið.
Prjónið annan sokk eins.
Leggið sokkana á milli rakra handklæða og látið þorna.