Þæfðir pottaleppar

Vörunr. 16044acd7d15

kr.

úr Tove garni

Mál, fyrir þæfingu:

24×24 sm

Mál, eftir þæfingu:

20×20 sm

Garn: Tove

Dökkfjólublátt nr. 5229: 1 dokka Fjólublátt nr. 5226: 1 dokka Ljósfjólublátt nr. 5024: 1 dokka Sjá litaspjald á tinna.is

Prjónar/hekluh3ál:

Prjónar nr. 4 Heklunál nr. 3

Prjónfesta:

20 lykkjur slétt prjón á prjóna nr. 4 = 10 sm

Fitjið upp með dökkfjólubláu á prjóna nr. 4, 93 lykkjur. Prjónið slétt fram og til baka = garðaprjón. Setjið merki utan um lykkjuna í miðjunni = merkilykkja, með 46 lykkjur báðum megin við hana. *Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir að merkilykkjunni, 2 snúnar slétt saman, 1 slétt merkilykkja, 2 sléttar saman. Prjónið slétt út prjóninn. Prjónið 1 prjón slétt y r allar lykkjurnar*. Endurtakið frá * til * og gerið rendur þannig:

9 garðar með dökkfjólubláu 4 garðar með fjólubláu

2 garðar með dökkfjólubláu 2 garðar með ljósfjólubláu 4 garðar með fjólubláu

2 garðar með dökkfjólubláu 4 garðar með ljósfjólubláu 4 garðar með fjólubláu

Prjónið garða með ljósfjólubláu þar til 3 lykkjur eru eftir. Takið 2 lykkjur óprjónaðar eins og eigi að prjóna þær slétt, 1 slétt, steypið óprjónuðu lykkjunum y r.

Prjónið annan pottaleppa eins.

Heklaður kantur

Heklið með dökkfjólubláu. Byrjið i horninu með ljósfjólubláu, festið bandið með 1 keðjulykkju, heklið 18 loftlykkjur = hanki, 1 fastapinni í keðjulykkjuna. Heklið fastapinna utan um allan potta- leppann, í hornin er heklað 1 fastapinni, 2 loftlykkjur, 1 fastapinni í sömu lykkju, endið á að hekla u.þ.b. 20 fastapinna í loftlykkjuhankann, 1 keðjulykkja í fyrsta fastapinna.

Þæfið pottaleppana.

Sjá leiðbeiningar um þæfingu

9 gestir að skoða þessa vöru núna.